7. jan. 2011

Þjónusta við fatlað fólk hjá Garðabæ

Garðabær tók við þjónustu við fatlað fólk um áramótin eins og önnur sveitarfélög landsins. Garðabær tók þar með við ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk sem býr í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær tók við þjónustu við fatlað fólk um áramótin eins og önnur sveitarfélög landsins. Garðabær tók þar með við ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk sem býr í Garðabæ.

Yfir 50 nýir starfsmenn

Garðabær sér nú einnig um rekstur fjögurra starfsstöðva í bænum sem áður tilheyrðu Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi, en það eru þrjú heimili/sambýli fatlaðra og skammtímavistun fyrir börn. Starfsmenn þessara staða sem eru yfir 50 talsins hafa nú bæst í hóp starfsmanna Garðabæjar. Fatlað fólk í Garðabæ mun þó áfram njóta þjónustu starfstöðva í öðrum sveitarfélögum á sama hátt og verið hefur.

Veitir upplýsingar og ráðgjöf

Sólveig Steinsson þroskaþjálfi er nýr starfsmaður á fjölskyldusviði Garðabæjar. Hún hefur umsjón með málaflokknum hjá Garðabæ og veitir fötluðum íbúum bæjarins og aðstandendum þeirra ráðgjöf og upplýsingar.