23. des. 2010

Jólakúlugerð í Hönnunarsafninu

Nú í desembermánuði hafa nemendur í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu komið í heimsókn í Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ og tekið þátt í barnasmiðju safnsins. Í barnasmiðjunni hafa þau fengið leiðsögn við að búa til jólakúlur og fleira jólaskraut
  • Séð yfir Garðabæ

Nú í desembermánuði hafa nemendur í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu komið í heimsókn í Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ og tekið þátt í barnasmiðju safnsins. Nemendurnir hafa fengið leiðsögn um sýningu Siggu Heimis sem er aðalsýning safnsins um þessar mundir en sýningunni lýkur í janúar.  Sigga hefur hannað jólavörulínu sem notið hefur mikilla vinsælda meðal barna og fullorðinna og má sjá þekktan ljósahring úr þeirri línu í flestum gluggum okkar Íslendinga fyrir jólin.

 

Í barnasmiðjunni leyndi sér ekki eftirvænting  fyrir jólin en þar bjuggu börnin til fyrstu jólakúluna á jólatréð. Börnin þróuðu einnig hugmyndir að jólaskrauti út frá boltum en þeir urðu uppspretta skemmtilegra hugmynda að jólasveinum, leikbrúðum og jólakúlum svo að dæmi séu tekin. Það leyndi sér ekki að börnin áttu auðvelt með að búa til heillandi heim úr litlum efnivið  og skrautlegar jólakúlur í öllum regnbogans litum litu dagsins ljós.

 

Sjá nánari upplýsingar um sýninguna á heimasíðu Hönnunarsafnsins.