7. des. 2010

Gjafatré prýða bæinn

Þjónustumiðstöð Garðabæjar auglýsti fyrr í vetur eftir trjám úr görðum Garðbæinga til að nota fyrir jólaskreytingar. Óhætt er að segja að Garðbæingar tóku vel í þá bón.
  • Séð yfir Garðabæ

Þjónustumiðstöð Garðabæjar auglýsti fyrr í vetur eftir trjám úr görðum Garðbæinga til að nota fyrir jólaskreytingar. Óhætt er að segja að Garðbæingar tóku vel í þá bón.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Garðabæjar hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að skreyta bæinn og gjafatrén eru nú á torgum og opnum svæðum bæjarins öðrum til yndisauka og ánægju.


Garðabær vill þakka þeim íbúum sem gáfu jólatré úr görðum sínum og sérstakar þakkir fá íbúar í:

Mávanesi 15,
Tjarnarflöt 8,
Furulundi 6,
Móaflöt 22,
Hvannalundi 4,
Melási 10,
Hagaflöt 22,
Dalsbyggð 1.