10. nóv. 2010

HSG gefur endurskinsmerki

Hjálparsveit skáta Garðabæ hefur undanfarin ár gefið öllum börnum í 3. bekk í Garðabæ endurskinsmerki. Í síðustu viku fóru félagar HSG í alla skóla í Garðabæ og afhentu börnunum endurskinsmerki.
  • Séð yfir Garðabæ

Hjálparsveit skáta Garðabæ hefur undanfarin ár gefið öllum börnum í 3. bekk í Garðabæ endurskinsmerki. Í síðustu viku fóru félagar HSG í alla skóla í Garðabæ og afhentu börnunum endurskinsmerki.  Þessar heimsóknir hafa vakið áhuga barnanna á hjálparsveitarfólkinu og endurskinsmerkin hafa fallið vel í kramið. Myndin er tekin þegar Tobba og Palli úr HSG heimsóttu einn bekkinn.

 

Sjá líka heimasíðu Hjálparsveitarinnar, www.hjalparsveit.is.