10. nóv. 2010

Fræddust um íbúalýðræði

Bæjarfulltrúar, nefndarmenn og starfsfólk úr stjórnsýslunni sat námskeið um íbúalýðræði sl. föstudag. Námskeiðið var liður í aðgerðaráætlun með lýðræðisstefnu Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarfulltrúar, fólk sem starfar í nefndum bæjarins og starfsfólk úr stjórnsýslunni sat námskeið um íbúalýðræði sl. föstudag. Námskeiðið var liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar lýðræðisstefnu Garðabæjar.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var dr. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Á námskeiðinu fjallaði hann um reynslu af hverfalýðræði bæði á Íslandi og í Svíþjóð og um íbúakosningar ásamt því að nefna nokkrar aðrar leiðir til að virkja íbúa sem hafa verið reyndar í nágrannalöndunum.

 

Lýðræðisstefna Garðabæjar var samþykkt í maí sl. Garðabær varð þá fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér stefnu um ibúalýðræði.

 

Stefnan er aðgengileg á vef Garðabæjar.