2. nóv. 2010

Kynning á frumkvöðlum

Músin Maxíkús Músíkús kom fyrst fram í bók en verður bráðum aðalpersóna í tölvuleik og kvikmynd. Maxímús Músíkús á sér aðsetur í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni.
  • Séð yfir Garðabæ

Músin Maxímús Músíkús er ein af þeim sem eiga aðsetur í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni, sem er samstarf Garðabæjar, Hafnarfjarðarbæjar, Sveitarfélagsins Álftaness og Nýsköpunarmiðstöðvar.

Maxímús hefur farið víða um heiminn í þeim tilgangi að kynna börnum klassíska tónlist og stefnt er að því að hann verði þekkt persóna um allan heim.

Í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni hefur skapast samstarf á milli skapara Maxímúsar og tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global sem er að hanna tölvuleik þar sem Maxímús er í aðalhlutverki.

Í myndbandinu sem hér er hægt að horfa á segir Margrét Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Maxímús Músíkús frá tilurð og ferli Maxímúsar og samstarfi frumkvöðla í Kveikjunni.

 

Myndband - Maxímús Músíkús.

 

Sjá einnig á facebook síðu Garðabæjar.