29. okt. 2010

Brons í hópfimleikum

Stúlkur úr Stjörnunni voru í unglingalandsliði kvenna í hópfimleikum sem hlaut brons á Evrópumótinu í hópfimleikum sem nýlega fór fram í Malmö í Svíþjóð
  • Séð yfir Garðabæ

Unglingalandslið kvenna í hópfimleikum hlaut brons verðlaun á Evrópumótinu í hópfimleikum sem nýlega fór fram í Malmö í Svíþjóð. Í liðunu eru sjö stúlkur úr fimleikadeild Stjörnunnar. Svíar hlutu gull og Danir hlutu silfur í keppni unglingalandsliði kvenna. Þjálfarar íslenska liðsins eru þau Jimmy Eksted yfirþjálfari fimleikadeildar Stjörnunnar, Gyða Kristmannsdóttir og Íris Svavarsdóttir.

 

Á sama Evrópumóti voru fleiri íslendingar sem stóðu sig vel en kvennalið Gerplu vann Evrópumeistaratitil í hópfimleikum og það er í fyrsta sinn sem íslenskt lið nær þeim árangri. Einnig tók karlalið frá Íslandi þátt og það hafnaði í fjórða sæti.

 

Sjá einnig frétt hjá fimleikadeild Stjörnunnar.