8. okt. 2010

Minn Ásmundur í verðlaun

Verslunin Kraum gefur verðlaun fyrir bestu tillöguna í samkeppninni um nafn á "gamla Hagkaupshúsið". Verðlaunin eru gripurinn Minn Ásmundur sem nýlega fékk fyrsta sæti í hönnunarsamkeppni
  • Séð yfir Garðabæ

Verslunin Kraum gefur verðlaun fyrir bestu tillöguna í samkeppninni um nafn á "gamla Hagkaupshúsið". Verðlaunin eru gripurinn Minn Ásmundur sem nýlega fékk fyrsta sæti í hönnunarsamkeppni í anda myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar sem verslunin Kraum, Listasafn Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöð Íslands stóðu að.

Um er að ræða þrívíddarpúsluspil sem raða má saman á ótal vegu án þess að vera bundinn af fyrirfram gefinni lausn. Tvívíðir hlutar spilsins eru unnir út frá kunnuglegum formum í myndheimi Ásmundar, sem þátttakandinn getur raðað saman í þrívídd og þannig skapað sinn eigin skúlptúr. Bak við verðlaunatillöguna Minn Ásmundur er „BÍB“ sem stendur fyrir hönnunarstofuna Björg í Bú. Hönnuðirnir eru Edda Gylfadóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir og Helga Björg Jónasardóttir.

Minn Ásmundur er aðeins framleiddur í 100 eintökum. 

Hægt er að skila tillögum í samkeppnina á íbúafundinum laugardaginnn 9. okt. eða í þjónustuver Garðabæjar til 15. október.