6. okt. 2010

Hvernig miðbæ vilt þú?

Á íbúafundinum á laugardaginn setjast Garðbæingar við borð og leita leiða til að skapa líflegan og skemmtilegan miðbæ. Mætum öll kl. 10.30 á laugardag
  • Séð yfir Garðabæ

Á íbúafundinum á laugardaginn verður leitað eftir hugmyndum Garðbæinga um miðbæinn. Annars vegar verður spurt hvað hægt sé að gera nú þegar til að efla og glæða líf í miðbænum hins vegar og hvernig Garðbæingar vilja sjá miðbæinn til framtíðar.

Íbúafundurinn er liður í því að efla íbúalýðræði í Garðabæ í anda lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var sl. vor.

Á fundinum gefst íbúum tækifæri til að hafa áhrif á mótun umhverfis síns. Miðbærinn spilar stórt hlutverk í því að efla bæjarbraginn og er mál allra sem í bænum búa. Það er því mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í hugmyndavinnunni strax frá byrjun.

Allir eru velkomnir á fundinn og ekki síst börnin sem fá að taka þátt í skemmtilegri dagskrá í umsjón skáta úr Skátafélaginu Vífli.


Íbúafundurinn er á facebook. Þar er hægt að taka þátt í umræðum og láta vita af komu sinni  á fundinn.

Samkeppni um nafn

Hægt er að skila inn tillögum í samkeppnina um nafn á "gamla Hagkaupshúsið" á íbúafundinum.

Verslunin Kraum á Garðatorgi gefur glæsileg verðlaun fyrir besta nafnið.

 Finndu okkur á facebook