4. okt. 2010

Hugljúfir tónar

Tónleikaröðin Kammermúsík í Garðabæ hófst sunnudaginn 3. október sl. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Á fyrstu tónleikunum fluttu þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Gerrit Schuil píanó verk eftir Hugo Wolf og Hector Berlioz. Áhorfendur kunnu vel að meta frammistöðu
  • Séð yfir Garðabæ

Tónleikaröðin Kammermúsík í Garðabæ hófst sunnudaginn 3. október sl. í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Á fyrstu tónleikunum fluttu þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Gerrit Schuil  verk eftir Hugo Wolf og Hector Berlioz.  Áhorfendur kunnu vel að meta frammistöðu listamannanna og klöppuðu vel og lengi að loknum tónleikum. Tónleikaröðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi er Gerrit Schuil.

 

Næstu tónleikar verða haldnir sunnudaginn 21. nóvember og þá stígur Auður Gunnarsdóttir sópran á svið í Kirkjuhvoli.  Nánari upplýsingar um tónleikaröðina eru hér í dagbókinni á heimasíðunni.

 


Gerrit Schuil og Hallveig Rúnarsdóttir