21. sep. 2010

Hofsstaðaskóli fékk gull

Hofsstaðaskóli hlaut, annað árið í röð, gullviðurkenningu fyrir fjölda innsendra hugmynda í Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna.
  • Séð yfir Garðabæ

Hofsstaðaskóli hlaut, annað árið í röð, gullviðurkenningu fyrir fjölda innsendra hugmynda í Nýsköpunarkeppni grunnskólabarna, á lokahófi keppninnar sem haldið var sunnudaginn 19. september.

Farandbikar keppninnar var því afhendur fulltrúum Hofsstaðaskóla aftur og verður hann áfram í skólanum næsta ár. Viðurkenningin er veitt fyrir hlutfallslegan fjölda innsendra hugmynda miðað við nemendafjölda og störf á sviði nýsköpunarmenntar. Alls bárust 480 hugmyndir frá 405 nemendum Hofsstaðaskóla í keppnina sem verður að teljast frábær þátttaka.

Þess má geta að Hofsstaðaskóli átti 10 fulltrúa sem komust í vinnusmiðjur og 6 af þeim nemendum unnu til verðlauna. Keppnisflokkarnir voru sjö talsins: Almennur flokkur, atvinnuvegir, hugbúnaður, hönnun, slysavarnir, leikföng og orka og umhverfi.

 

Sjá nánar á vef Hofsstaðaskóla og á vef Nýsköpunarkeppninnar.

Frétt á mbl.is um lokahófið.


 

Frá lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2010

Verðlaunahafar ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra.