21. sep. 2010

Skemmtilegt hverfamót

Baráttan um bæinn er hverfamót í knattspyrnu sem hófst í september í Garðabæ. Keppnin er fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 8-10 ára og bænum er skipt niður í 6 hverfi (6 lið).
  • Séð yfir Garðabæ

Baráttan um bæinn er hverfamót í knattspyrnu sem hófst í september í Garðabæ.  Keppnin er fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 8-10 ára og bænum er skipt niður í 6 hverfi (6 lið).  Nú þegar hafa farið fram tvær umferðir í mótinu og leikirnir eru haldnir á mismunandi ,,heimavöllum" víðs vegar um bæinn. 

 

Liðin sem taka þátt eru kölluð Akranes, Mýratúnsgrundir, Lundsbyggðabúðir, Hæðagil, Sjálandsásaholt og Flatmóar.  Úrslit leikja eru skráð á þann veg að leikir sem enda með 3 marka mun eða meira eru skráðir 3-0. Veðrið hefur leikið við þátttakendur í mótinu og krakkarnir hafa skemmt sér vel. Fyrirtækið Ávaxtabíllinn er bakhjarl mótsins og gefur m.a. krökkunum ávexti eftir leiki.  Á heimasíðunni, www.avaxtabillinn.is er hægt að sjá nánari upplýsingar um mótið.