24. sep. 2010

Hvað á Hagkaupshúsið að heita?

Hægt er að skila inn tillögum í samkeppni um nafn á "gamla Hagkaupshúsið" Garðatorgi 1, í þjónustuver Garðabæjar eða á íbúafundinum 9. október
  • Séð yfir Garðabæ

Hægt er að skila inn tillögum í samkeppni um nafn á "gamla Hagkaupshúsið" Garðatorgi 1, í þjónustuver Garðabæjar eða á íbúafundinum um miðbæinn sem haldinn verður í húsinu 9. október. Góður vinningur verður veittur fyrir verðlaunatillöguna.

Tækifæri til að hafa áhrif

Á íbúafundinum 9. október gefst Garðbæingum tækifæri til að hafa áhrif á framtíð miðbæjarins auk þess sem leitað verður eftir tillögum um hvað hægt sé að gera nú þegar til að lífga upp á miðbæinn.  Allir Garðbæingar ættu að nýta þetta tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt í skemmtilegum fundi í leiðinni.

Dagskrá fyrir börnin

Skátar út Skátafélaginu Vífli munu bjóða börnum fundarmanna upp á skemmtilega dagskrá meðan á fundinum stendur. Öll fjölskyldan getur því tekið þátt í góðum degi í miðbænum.

Fundarstjórar verða Garðbæingarnir Eiríkur K. Þorbjörnsson og Urður Njarðvík.