20. sep. 2010

Hjólað í blíðskaparveðri

Hjólalest með bæjarstjóra í fararbroddi fór frá Sjálandsskóla í Garðabæ á hjóladegi fjölskyldunnar sl. laugardag. Í Nauthólsvík hittust hjólahópar úr öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og hjóluðu saman að Ráðhúsi Reykjavíkur
  • Séð yfir Garðabæ

Hjólalest með bæjarstjóra í fararbroddi fór frá Sjálandsskóla í Garðabæ á hjóladegi fjölskyldunnar sl. laugardag. Í Nauthólsvík hittust hjólahópar úr öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og hjóluðu saman að Ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjórar sveitarfélaganna og borgarstjóri hjóluðu með hópunum. Blíðskaparveður var á laugardaginn sem lék við hjólreiðamennina.

Hjóladagur fjölskyldunnar er þáttur í Samgönguviku sem nú stendur yfir.

Sjá nánar á www.samgonguvika.is.

 

Frá hjóladegi fjölskyldunnar 2010