16. sep. 2010

Heimsóttu bæjarstjórann

Börn af leikskólanum Hæðarbóli heimsóttu bæjarstjórann á skrifstofu hans í dag og lögðu fyrir hann spurningar um starfsemi bæjarins
  • Séð yfir Garðabæ

Börn af leikskólanum Hæðarbóli heimsóttu Gunnar Einarsson bæjarstjóra á skrifstofu hans í dag og lögðu fyrir hann spurningar um starfsemi bæjarins.

 

Börnin komu gangandi af leikskólanum með kennurum sínum klædd í skínandi endurskinsvesti. Þau ræddu við bæjarstjórann um bæinn sinn og lögðu  fyrir hann nokkrar spurningar, m.a. um hundahald sem bæjarstjórinn svaraði eftir bestu getu.

 

Börnin sungu fyrir bæjarstjórann áður en þau kvöddu og fengu brjóstnælur með Garðabæjarmerkinu að launum.

 

Börn af leikskólanum Hæðarbóli heimóttu bæjarstjórann í september 2010