16. sep. 2010

Samgönguvikan 2010 hafin

Garðabær tekur þátt í Samgönguvikunni sem er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær tekur þátt í Samgönguvikunni sem er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Samgönguvikan er árlega frá 16.-22. september og er henni ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

 

Fleiri en 2000 borgir og bæir í Evrópu taka þátt í Samgönguviku árið 2010.

 

Í tilefni af upphafi vikunnar var, í morgun, opnuð vefsíðan www.samgonguvika.is.  Síðan er unnin í samvinnu umhverfisráðuneytisins og þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í Samgönguviku að þessu sinni. Á síðunni er til dæmis hægt að skoða dagskrá Samgönguviku 16.-22. september, lesa fréttir af viðburðum vikunnar og taka þátt í getraun þar sem hægt er að vinna reiðhjól frá Erninum, ársmiða í Strætó og sundkort.

 

Fjölskyldur í Garðabæ eru hvattar til að taka þátt í hjóladegi fjölskyldunnar á laugardaginn. Farið verður frá Sjálandsskóla kl. 12.00 og hjólað að Nauthól þar sem hópar frá öllum sveitarfélögunum hittast. Þaðan verður hjólað að Ráðhúsi Reykjavíkur.

 

Kort sem sýnir hjólaleiðina.

 

Dagskrá samgönguvikunnar á vef Garðabæjar.