13. sep. 2010

Ný sýning í Hönnunarsafninu

Ný sýning á verkum Sigríðar Heimisdóttur iðnhönnuðar opnaði í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 11. september sl. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hélt ræðu og opnaði sýninguna formlega. Fjöldi gesta lagði leið sína í safnið um helgina til að sjá fjölbreytt verk eftir Siggu Heimis.
  • Séð yfir Garðabæ

Ný sýning á verkum Sigríðar Heimisdóttur iðnhönnuðar opnaði í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 11. september sl. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hélt ræðu og opnaði sýninguna formlega.  Fjöldi gesta lagði leið sína í safnið um helgina til að sjá fjölbreytt verk eftir Siggu Heimis.  Sýningarstjóri er Árdís Olgeirsdóttir.

 

Í tengslum við sýninguna verður boðið upp á fjölbreytta fræðsludagskrá og mánudagskvöldið 13. september flytur Sigga Heimis fyrirlestur um hönnun sína í safninu að Garðatorgi.  Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og allir eru velkomnir, aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis.

 

Hönnunarsafn Íslands er staðsett að Garðatorgi 1.  Á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is. er hægt að sjá nánari upplýsingar um sýninguna og fræðsludagskrá vetrarins.


Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir opnaði sýninguna



Frá vinstri: Sigga Heimis iðnhönnuður, Árdís Olgeirsdóttir sýningarstjóri og Þorkell G. Guðmundsson iðnhönnuður.