26. ágú. 2010

Lokahátíð sumarlesturs

Mjög góð þátttaka var í SUMARLESTRI Bókasafns Garðabæjar. 167 börn skráðu sig í vor og 66 skiluðu inn lestrardagbók. Samtals lásu börnin 109 263 blaðsíður sem er mjög góður árangur. Mörg börn voru afar dugleg að koma á bókasafnið í sumar til að fá límmiða í lestrardagbókina og hengja lauf og epli á lestrartré bókasafnsins enda hefur tréð blómgast vel.
  • Séð yfir Garðabæ

Mjög góð þátttaka var í SUMARLESTRI Bókasafns Garðabæjar.  167 börn skráðu sig í vor og  66 skiluðu inn lestrardagbók.  Samtals lásu börnin 109263 blaðsíður sem er mjög góður árangur.   Mörg börn voru  afar dugleg að koma á bókasafnið í sumar til að fá límmiða í lestrardagbókina og hengja lauf og epli á lestrartré bókasafnsins enda hefur tréð blómgast vel. 

 

Verðlaunaafhending fór fram á lokahátíðinni 19 .ágúst sl. og voru mestu lestrarhestarnir í ár Lovísa Rut Tjörvadóttir, 13 ára sem las 12 409 blaðsíður og  Hugrún Gréta Arnarsdóttir 9 ára sem las 10 500 blaðsíður.

 

 
Aðrir sem lásu mest í hverjum árgangi  og fengu bókaverðlaun voru:
6 ára –  Sonja Lind Sigsteinsdóttir – 781 bls.
7 ára -    Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir – 1783 bls.
7 ára –   Hákon Orri Gíslason – 1685 bls.   
8 ára -    Aron Goði Jóhannsson – 2998 bls
8 ára –  Zakaría  Soualem – 1865 bls.                   
9 ára -    Jóhanna María Bjarnadóttir – 6263 bls.
9 ára -    Magnús Gunnar Gunnlaugsson – 3648 bls.
10 ára – Fjóla Ósk Guðmannsdóttir – 3216 bls 
11 ára -  Ipun Lahiru  -  6471  bls.
12 ára  - Ragnheiður Tryggvadóttir – 2788 bls.

Allir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal og margir fengu glaðning þegar dregið var úr happdrættispottinum.  Hópur frá Leikfélaginu Draumum sýndi  söng-og dansatriði og starfsfólk bókasafnsins grillaði pylsur á lokahátíðinni. 

Sjá einnig heimasíðu bókasafnsins.