13. ágú. 2010

Stjarnan í úrslitaleik

Meistaraflokkur Stjörnunnar í knatttspyrnu kvenna leikur til úrslita í VISA bikarnum sunnudaginn 15. ágúst
  • Séð yfir Garðabæ

Meistaraflokkur Stjörnunnar í knatttspyrnu kvenna leikur til úrslita í VISA bikarnum sunnudaginn 15. ágúst. Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00. Leikurinn er einn sá stærsti sem knattspyrnulið á vegum Stjörnunnar hefur spilað í langan tíma og er því rík ástæða fyrir Garðbæinga að fjölmenna á völlinn og styðja sitt lið.

Blásið verður til fjölskylduhátiðar á Laugardalsvelli frá kl 14:30 þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu, hoppukastala og fleira.

Meistaraflokkur Stjörnunnar í knatttspyrnu kvenna lék síðast til úrslita 22. ágúst 1993, þá við ÍA. Stjarnan laut í lægra haldi það árið 3-1 en Stjörnustúlkur ætla sér að sjálfsögðu sigur núna er þær mæta Val á Laugardalsvelli.

Opnað hefur verið fyrir sölu aðgöngumiða á vefnum www.midi.is og er fólk hvatt til að tryggja sér miða.

Miðaverði er stillt í hóf, kr. 1.000 fyrir 17 ára og eldri, og aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri.