23. júl. 2010

Skapandi sumarhópur

Tónleikar og sýning á Garðatorgi
  • Séð yfir Garðabæ

Skapandi sumarhópur bauð upp á lokahóf sitt fimmtudaginn 22. júlí á Garðatorgi. Skapandi sumarhópur er vinnuhópur á vegum bæjarins þar sem ungmönnum er gert kleift að nýta sér listræna hæfileika sýna með vinnu í sumar.

 

Hópurinn stóð fyrir sýningu af starfi sumarsins fyrir framan Blómabúð Garðabæjar og hélt að auki tónleika á torginu.

 

Þar mátti sjá ýmis glæsileg listaverk og ljóst er að sköpunargáfu vantar ekki meðal yngri kynslóðarinnar.

 

Fyrir frekari upplýsingar um starfið er hægt að sjá á vefsíðu hópsins, www.skapandigardabaer.bloggar.is