9. júl. 2010

Samstarf um 100 ný störf

Samningur undirritaður í Garðabæ um störf eitt hundrað ungmenna í sumar
  • Séð yfir Garðabæ

Síðast liðinn þriðjudag undirrituðu Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands og Barabara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, samning um atvinnuátak sem mun skapa 100 ungmennum í Garðabæ vinnu.

 

 

Samningurinn felur í sér vinnu við margvíslega umhirðu og ræktunarverkefni í tvo mánuði á þessu sumri á á svæðum Skógræktarfélags Garðabæjar, m.a. í Smalaholti og Sandhlíð. Samningurinn er hluti af sameiginlegu verkefni sem Skógræktarfélag Íslands í samvinnu við samgönguráðuneytið hóf á síðasta ári. Þetta atvinnátak hófst á síðasta ári og var hugsað sem þriggja ára verkefni árin 2009-2011.