7. júl. 2010

Snyrtilegar lóðir

Umhverfisnefnd hyggst veita viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang lóða íbúðarhúsnæðis, fyrirtækja og einnig fyrir opin svæði eða götu fyrir árið 2010.
  • Séð yfir Garðabæ

Umhverfisnefnd hyggst veita viðurkenningar fyrir snyrtilegan frágang lóða íbúðarhúsnæðis, fyrirtækja og einnig fyrir opin svæði 2010.

Einnig er valin snyrtilegasta gatan í bænum og sett upp viðurkenningarskilti við götuna af því tilefni.

 

Óskar nefndin eftir ábendingum þar að lútandi og þurfa þær að berast fyrir 14. júlí til garðyrkjustjóra, Lyngási 18 í síma 525 8580, netfang: erlabil@gardabaer.is.

 

Einnig á eyðublöðum sem liggja frammi á bæjarskrifstofum, Garðatorgi 7.

Í fyrra hlutu eftirfarandi lóðir einstaklinga viðurkenningar:

Smáraflöt 7, Háholt 4, Asparlundur 8, Fífumýri 13 og Furuás 8.

 

Sjá frekar um viðurkenningar hér: