23. jún. 2010

Jónsmessugleði í Sjálandi

Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi stendur fyrir Jónsmessugleði fimmtudaginn 24. júní. Jónsmessugleðin verður haldin á strandstígnum og við ströndina í Sjálandshverfinu og stendur aðeins þetta eina kvöld frá klukkan 20 - 24.
  • Séð yfir Garðabæ

Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi stendur fyrir Jónsmessugleði fimmtudaginn 24. júní.  Jónsmessugleðin verður haldin á strandstígnum og við ströndina í Sjálandshverfinu og stendur aðeins þetta eina kvöld frá klukkan 20 - 24. Þema gleðinnar er „Draumur“ og eru allir Garðbæingar hvattir til að taka kvöldið frá, gleðja sig og aðra með þátttöku sinni.

 

Einkunnarorð og hugmyndafræði Jónsmessugleðinnar er "Gefum, gleðjum og njótum" og er þetta í annað sinn sem hún er haldin.  Um 40 myndlistamenn sýna verk sín þetta kvöld við göngustíginn í Sjálandi. Jónsmessugleðin er ekki eingöngu myndlistarsýning. Fjölmargir aðrir listamenn, tónlistarmenn, leikarar, skapandi hópar og skátar leggja gleði sína og krafta fram þetta kvöld og allir gefa vinnu sína. Garðabær aðstoðar einnig með ýmis tæknimál og skipulagningu í samvinnu við Grósku. Bílastæði eru á auðri lóð á móti Jónshúsi v/ Strikið - þaðan er stutt að labba út á göngustíginn.  Einnig eru bílastæði við Sjálandsskóla og víðar í Sjálandinu. Hundaeigendur eru vinsamlega beðnir um að vera ekki með hunda sína innan um margmenni.

 

Sjá nánari upplýsingar um þátttakendur í Jónsmessugleðinni hér.