18. jún. 2010

Ný bæjarstjórn í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 16. júní 2010 í ráðhúsinu við Garðatorg. Í bæjarstjórn eru sjö bæjarfulltrúar og þar af eru þrír nýir bæjarfulltrúar
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 16. júní 2010 í ráðhúsinu við Garðatorg.  Í bæjarstjórn eru sjö bæjarfulltrúar og þar af eru þrír nýir bæjarfulltrúar. Í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru 29. maí sl. voru úrslit kosninganna í Garðabæ á þá vegu að fimm bæjarfulltrúar koma frá D-lista Sjálfstæðisflokks, einn bæjarfulltrúi kemur frá M-lista Fólksins í bænum og einn bæjarfulltrúi er frá S-lista Samfylkingar.


Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja:
Áslaug Hulda Jónsdóttir (D)
Páll Hilmarsson (D)
Stefán Snær Konráðsson (D)
Ragný Þóra Guðjohnsen (M)
Sturla Þorsteinsson (D)
Steinþór Einarsson (S)
Erling Ásgeirsson (D)

 

Erling Ásgeirsson sem á að baki lengstu setu í bæjarstjórn setti fyrsta fund bæjarstjórnar. Í upphafi fundar minntust bæjarfulltrúar sr. Braga Friðrikssonar, heiðursborgara Garðabæjar, sem var jarðsettur frá Vídalínskirkju 8. júní sl.



Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar. Gunnar Einarsson var áfram ráðinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára á fundinum. Á bæjarstjórnarfundinum var Áslaug Hulda Jónsdóttir  kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.  Einnig var kosið í bæjarráð Garðabæjar sem er skipað þrem bæjarfulltrúum.

 

Í bæjarráð Garðabæjar voru kjörnir:
Erling Ásgeirsson, Stefán Snær Konráðsson og Ragný Þóra Guðjohnsen

 

Formenn nefnda til fjögurra ára voru kjörnir:
Atvinnu- og tækniþróunarnefnd:  Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir
Byggingarnefnd:  Jón Benediktsson
Forvarnanefnd:  Jóna Sæmundsdóttir
Fjölskylduráð:  Sturla Þorsteinsson
Íþrótta- og tómstundaráð: Sigurður Guðmundsson
Leikskólanefnd:  Lúðvík Örn Steinarsson
Menningar- og safnanefnd:  Áslaug Hulda Jónsdóttir
Nefnd um málefni eldri borgara:  Ingibjörg Hauksdóttir
Skipulagsnefnd:  Stefán Konráðsson
Skólanefnd grunnskóla:  Páll Hilmarsson
Skólanefnd tónlistarskóla:  Hrafnkell Pálmarsson
Umhverfisnefnd:  Júlía Ingvarsdóttir

 

Fundargerð fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar miðvikudaginn 16. júní.

 

Nefndarlisti 2010-2014


Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrsta fundi bæjarstjórnar.
Á henni eru frá vinstri:

Erling Ásgeirsson bæjarfulltrúi, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón E. Friðriksson bæjarritari og bæjarfulltrúarnir Steinþór Einarsson, Ragný Þóra Guðjohnsen, Sturla Þorsteinsson, Stefán Snær Konráðsson og Áslaug Hulda Jónsdóttir.