4. feb. 2014

Skólaþing um endurskoðun skólastefnu

Skólaþing um endurskoðun skólastefnu Garðabæjar verður haldið mánudaginn 10. febrúar kl. 18-20
  • Séð yfir Garðabæ

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu Garðabæjar boðar til opins skólaþings í Flataskóla mánudaginn 10. febrúar kl. 18-20.

Skólaþingið er opið öllum bæjarbúum sem láta sig skólana í bænum varða.

Skólastefnan, sem nú er verið að endurskoða, tekur til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Stýrihópurinn hefur þegar lagt könnun fyrir nemendur, foreldra, kennara og starfsfólk skólanna þar sem spurt var hvað þessi þrjú skólastig ættu að leggja mesta áherslu á næstu árin. Á skólaþinginu verður farið yfir niðurstöður könnunarinnar og rætt hvernig eigi að vinna að þeim markmiðum sem þar koma fram.

Auglýsing um skólaþingið í pdf-skjali