1. jún. 2010

Heiðursgestur kominn í bæinn

Flórgoðar eru í hreiðurgerð bæði á Urriðavatni og Vífilsstaðavatni. Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri segir að það séu mikil gleðitíðinda að þessi fagri fugl sé kominn á vötnin í bænum og að vonandi sé hann kominn til að vera.
  • Séð yfir Garðabæ

Flórgoðar eru í hreiðurgerð bæði á Urriðavatni og Vífilsstaðavatni. Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri segir að það séu mikil gleðitíðindi að þessi fagri fugl sé kominn á vötnin í bænum og að vonandi sé hann kominn til að vera.

"Ég veit að Garðbæingar eru mjög vakandi fyrir velferð náttúruperla okkar. Koma Flórgoðans segir okkur að vel gangi að verja þær m.a. fyrir ágangi hunda. Flórgoðinn verpti á árunum áður á Urriðavatni en einu heimildir um varp hans við Vífilsstaðavatn eru frá árinu 2008."

Erla Bil biður fólk um að gæta þess að raska ekki friðhelgi flórgoðanna við hreiðurgerð og varp, um leið og það nýtur útivistar.


 

Á fuglavef Námsgagnastofnunar stendur m.a. um flórgoðann: "Eini goðinn sem verpur á Íslandi. Minnir á smávaxna önd en er þó líkari brúsum í háttum og útliti; auðþekktur á þríhyrndu höfði, mjóum hálsi sem hann teygir oft, og stuttu stéli."