14. maí 2010

Nýtt hjúkrunarheimili á Sjálandi

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherrra undirrituðu í dag samning um fjármögnun og uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sjálandi í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherrra undirrituðu í dag samning um fjármögnun og uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sjálandi í Garðabæ.

Í hjúkrunarheimilinu verða rými fyrir 60 heimilismenn og er áætluð stærð þess 4500 fm. Í húsinu verður einnig þjónustusel á vegum Garðabæjar þar sem rými verður fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara, þar á meðal dagdvöl, iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun ásamt aðstöðu fyrir hárgreiðslustofu og fótaaðgerðarstofu.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri sagði við þetta tilefni að hönnun hjúkrunarheimilisins hæfist nú á næstunni og að hann vonaðist til að hægt yrði að bjóða framkvæmdina út í haust.  Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður hjúkunarheimilisins Holtsbúðar ávarpaði gesti einnig og sagðist fagna þessum áfanga sérstaklega. Hann sagðist fagna, bæði vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar hjúkrunarrýma í Garðabæ, og einnig vegna þeirrar góðu aðstöðu sem heimilismenn í nýja hjúkrunarheimilinu munu njóta. Í Holtsbúð eru nú 40 rými en þeim verður lokað þegar nýja heimilið tekur til starfa og heimilismenn þar flytja þá í nýtt og betra húsnæði.

Miðað er við að hægt verði að flytja inn í heimilið haustið 2012.

Frá undirritun samnings um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sjálandi, 14. maí 2010

Erling Ásgeirsson, bæjarfulltrúi og stjórnarformaður Holtsbúðar, Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra og Gunnar Einarsson bæjarstjóri.

Frá undirritun samnings um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sjálandi, 14. maí 2010

Að undirrituninni lokinni var afhjúpað skilti sem sýnir frumhönnun hins nýja hjúkrunarheimilis.