Listalíf í skólum bæjarins
Listalífið blómstrar í skólum bæjarins þessa vikuna á meðan Listadagar barna og ungmenna standa sem hæst. Í Garðaskóla voru haldnir þemadagar í byrjun vikunnar þar sem nemendur fengu að taka þátt í mörgum listasmiðjum og afraksturinn var svo sýndur á opnu húsi miðvikudaginn 28. apríl sl. Fleiri skólar hafa verið með opin hús og boðið þar upp á leiksýningar, stuttmyndasýningar, listgjörninga o.fl. Á heimasíðum skólanna má sjá margar flottar myndir af upprennandi ungum listamönnum.
Hér á heimasíðu Garðabæjar má sjá nánari upplýsingar um listadagana og dagskrána framundan.
Þessir nemendur úr Garðaskóla tóku þátt í að skreyta einn vegg skólans.
Sýning Garðaskóla í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarðs.
Fjör á opnu húsi í Garðaskóla
Nemendur í Garðaskóla bjuggu til þennan bangsa
Þessar hressu stúlkur í Flataskóla voru með leiðsögn fyrir gesti um sýningu skólans.
Brúðuleikhús í Flataskóla
Hressar stúlkur í Sjálandsskóla
Kassabílarallý í Sjálandsskóla
Klifurveggur í Sjálandsskóla