27. apr. 2010

Stefnumót við myndlistamenn

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ standa nú sem hæst. Á Garðatorgi hefur ungum listamönnum framtíðarinnar verið boðið að hitta myndlistamenn úr Garðabæ og fá að taka þátt í listasmiðju.
  • Séð yfir Garðabæ

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ standa nú sem hæst. Á Garðatorgi hefur ungum listamönnum framtíðarinnar verið boðið að hitta myndlistamenn úr Garðabæ og fá að taka þátt í listasmiðju.  Þriðjudaginn 27. apríl áttu nokkrir nemendur úr 5. og 6. bekk Sjálandsskóla stefnumót við listamanninn Sesselju Tómasdóttur. Nemendurnir fengu það verkefni að búa til myndir í anda listamannsins Míró og afraksturinn var glæsilegur.