30. jan. 2014

Þorrakaffi fyrir pabba og afa á Holtakoti

Heilsuleikskólinn Holtakot bauð öllum pöbbum og öfum í þorrakaffi á bóndadaginn. Boðið var upp á hákarl, harðfisk, slátur, hangikjöt, sviðasultu og kaffi.
  • Séð yfir Garðabæ

Börnin á Heilsuleikskólanum Holtakoti buðu pöbbum sínum og öfum í þorrakaffi á bóndadaginn. Boðið var upp á hákarl, harðfisk, slátur, hangikjöt, sviðasultu og kaffi.

Börnin höfðu útbúið sérstaka víkingahatta í tilefni dagsins og voru búin að æfa lög tengd þorranum sem þau svo sungu fyrir feður sína og afa.

Vel var mætt í þorrakaffið og er öllum pöbbum og öfum þökkuð samveran.

Fleiri myndir frá þorrakaffinu eru á vef Holtakots