8. apr. 2010

Hreinsunarátak að hefjast

Hreinsunarátakið, hreinsað til í nærumhverfinu verður dagana 16. apríl til 7. maí. Vorhreinsun lóða verður dagana 10.-14. maí.
  • Séð yfir Garðabæ

Nágrannar, félagasamtök, íþróttafélög og aðrir hópar eru hvattir til að taka þátt í árlegu hreinsunarátaki og hreinsa til í nærumhverfi sínu.

Félög og hópar sem vilja taka þátt í átakinu geta sótt um styrk vegna þess og t.d. nýtt hann til að halda grillveislu að loknu góðu verki.

 

Áður en hafist er handa er nauðsynlegt að tilkynna til þjónustumiðstöðvar um það svæði sem ætlunin er að hreinsa. Starfsmenn bæjarins munu þá hirða upp poka og annað sem til fellur eftir ruslatínslu á svæðinu.

Hægt er að hringja í Þjónustumiðstöð Garðabæjar í síma 525 8580 eða senda tölvupóst á garðyrkjustjóra í netfangið: erlabil@gardabaer.is. Sótt er um styrkina til garðyrkjustjóra.

 

Öllum bæjarbúum er boðið til lokahátíðar hreinsunarátaksins sem haldin verður á Garðatorgi föstudaginn 7. maí.

Vorhreinsun lóða 10.-14. maí

Vorhreinsun lóða verður dagana 10.-14. maí. Þá eru Garðbæingar hvattir til að hreinsa lóðir sínar eftir veturinn. Starfsmenn garðyrkjudeildar og þjónustumiðstöðvar verða á ferð um bæinn þessa daga og hreinsa upp garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.