Ljóðahátíð Flataskóla
Ljóðahátíð Flataskóla var haldin í sjötta sinn miðvikudaginn 24. mars. Nemendur lásu upp verðlaunaljóð sín í hátíðarsal skólans.
Ljóðahátíð Flataskóla var haldin í sjötta sinn miðvikudaginn 24. mars. Nemendur lásu upp verðlaunaljóð sín í hátíðarsal skólans.
Dagana fyrir hátíðina sömdu nemendur ljóð undir ýmsum bragarháttum. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, aðjúnkt á íslenskukjörsviði kennaradeildar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, kom í heimsókn til að kynna nemendum ljóðagerð og lagði sérstaka áherslu á ferskeytlur.
Herdís Egilsdóttir kennari var gestur hátíðarinnar að þessu sinni. Herdís ávarpaði nemendur og lagði áherslu á mikilvægi ljóðsins. Verðlaunahöfundar lásu upp ljóðin sín og fengu viðurkenningar fyrir þau að því loknu.
Ljóðið hennar Önnu Bjarnsteinsdóttur í 7.H.S.G. var valið ljóð Flataskóla 2010.
Sjá myndir frá hátíðinni á vef Flataskóla.