26. mar. 2010

Pétur Bjarnason sýnir lágmyndir

Í Listasal Garðabæjar á Garðatorgi 7 stendur yfir sýning á 14 lágmyndum steyptum í brons eftir Pétur Bjarnason. Sýningin er opin frá kl. 13 - 18 alla sýningardagana og stendur hún fram á skírdag 1. apríl.
  • Séð yfir Garðabæ

Í Listasal Garðabæjar á Garðatorgi 7 stendur yfir sýning á 14 lágmyndum steyptum í brons eftir Pétur Bjarnason. Sýningin er opin frá kl. 13 - 18 alla sýningardagana og stendur hún fram á skírdag 1. apríl.

 

Pétur Bjarnason nam myndlist við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Fachhochschule í Aachen í Þýskalandi og skúlptúr við Nationaal Hoger Instituut voor Schone Kunsten í Antwerpen, Belgíu.

 

Pétur hefur verið valinn til að vinna að mörgum höggmyndum sem reistar hafa verið víða. Svo sem höggmyndina "Farið" á Akureyri, höggmyndina "Við  Ægisdyr" sem stendur við Ásgarð í Garðabæ og vatnslistaverkið "Uppspretta" sem stendur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Höggmyndirnar “Kær leikur”  á félagssvæði KR og “Fyrir stafni”  sem stendur við Sundagarða.

 

Listasalur Garðabæjar er staðsettur að Garðatorgi 7, á hæðinni fyrir ofan Bókasafn Garðabæjar. Allir velkomnir, aðgangur er ókeypis.  Sjá nánari upplýsingar um sýninguna hér á heimasíðu Garðabæjar.

 

Myndirnar voru teknar við opnun sýningarinnar 18. mars sl.