Verðlaun fyrir stærðfræði
Verðlaunaafhending í stærðfræðikeppni grunnskólanna í Garðabæ og Álftanesi var fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, miðvikudaginn 24. mars en keppnin var haldin 10. mars sl. Keppnin var opin nemendum í 8., 9., og 10. bekk í Garðaskóla, Sjálandsskóla og Álftanesskóla. Allir skólarnir eiga fulltrúa í verðlaunasætum.
Verðlaunahafar eru:
8. bekkur
1. sæti Hannes Kristinn Árnason, Álftanesskóla
2. - 3. sæti Arnar Steinn Hansson, Garðaskóla og Bjarki Páll Hafþórsson, Sjálandsskóla
9. bekkur
1. sæti Gunnar Húni Björnsson, Sjálandsskóla
2. sæti Stefán Gunnlaugur Jónsson, Garðaskóla
3. sæti Sindri Engilbertsson, Garðaskóla
10. bekkur
1. sæti Kristján Andri Gunnarsson, Garðaskóla
2. sæti Rakel Pálmarsdóttir, Álftanesskóla
3. sæti Tryggvi Kalman Jónsson, Garðaskóla
Þeir sem vilja spreyta sig geta skoðað verkefnin og séð lausnir á þeim á vef FG.