25. mar. 2010

Sigruðu í upplestrarkeppninni

Nemendur úr Sjálandsskóla hrepptu tvö fyrstu sætin í Stóru upplestrarkeppninni fyrir Garðabæ og Setltjarnarnes í ár.
  • Séð yfir Garðabæ

Nemendur úr Sjálandsskóla hrepptu tvö fyrstu sætin í Stóru upplestrarkeppninni fyrir Garðabæ og Setltjarnarnes í ár.

Lokahátíð keppninnar var haldin í vikunni í Félagsheimili Seltjarnarness. Þar kepptu ellefu nemendurr frá Sjálandsskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Keppendur lásu svipmyndi úr skáldverki og ljóð eftir höfunda keppninnar sem í ár voru Ármann Kr. Einarsson og Þorsteinn frá Hamri.

Allir nemendur sem fram komu stóðu sig mjög vel en úrslit keppninnar urðu þau að Hrafnhildur Helga Össurardóttir úr Sjálandsskóla varð í 1. sæti, Erlen Anna Steinarsdóttir Sjálandsskóla í 2. sæti og Jón Sigurðsson Nordal úr Valhúsaskóla í 3. sæti.