22. mar. 2010

Víkingur Heiðar í Garðabæ

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson heimsótti Tónlistarskóla Garðabæjar laugardaginn 20. mars sl. og vann með nemendum og kennurum í framhaldsáfanga píanódeildar.
  • Séð yfir Garðabæ

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson heimsótti Tónlistarskóla Garðabæjar laugardaginn 20. mars sl. og vann með nemendum og kennurum í framhaldsáfanga píanódeildar. 

Átta nemendur nýttu sér tækifærið og mættu til að leika fyrir Víking, verk sem þeir eru með í vinnslu. Víkingur hlustaði á flutning þeirra, sagði þeim til og gaf góð ráð.

 

Víkingur er sjálfur tiltölulega nýbúinn að ljúka námi í píanóleik með láði frá Julliard tónlistarháskólanum í New York og hefur undanfarið verið að hasla sér völl sem píanóleikari. Hann lék m.a. nýlega með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum. Hafði hann því af miklu að miðla og náði vel til nemendanna.