23. mar. 2010

Garðabær áfram í úrslit

Garðabær stendur sig vel í spurningkeppninni Útsvari í sjónvarpinu og lagði lið Fljótsdalshéraðs að velli í undanúrslitum föstudagskvöldið 19. mars sl. Garðabær keppir í úrslitakeppninni föstudagskvöldið 9. apríl nk. í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær stendur sig vel í spurningkeppninni Útsvari í sjónvarpinu og lagði lið Fljótsdalshéraðs að velli í undanúrslitum föstudagskvöldið 19. mars sl. Garðabær byrjaði mun betur og náði góðu forskoti í bjölluspurningunum en svo náði Fljótsdalshérað að saxa á forskotið í vísbendingaspurningunum. Jafnt var með liðunum þegar farið var í lokaspurningarnar en að lokum stóð Garðabær uppi sem sigurvegari með 98 stig en Fljótsdalshérað fékk 75 stig. 

 

Garðabær keppir í úrslitakeppninni föstudagskvöldið 9. apríl nk. í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Andstæðingar verða annað hvort lið Reykjanesbæjar eða Reykjavíkur sem keppa í seinni undanúrslitaþætti vetrarins föstudagskvöldið 26. mars nk.