11. mar. 2010

Hollusta í Ásgarði

Íþróttafulltrúi Garðabæjar hefur tekið áskorun frá Lýðheilsustöð um að bjóða upp á hollari mat í íþróttamiðstöðvum
  • Séð yfir Garðabæ

Íþróttafulltrúi Garðabæjar hefur tekið áskorun frá Lýðheilsustöð um að bjóða upp á hollari mat í íþróttamiðstöðvum.

Frá og með 9. mars 2010 er hægt að kaupa ávexti, heilsusamlokur, bláberja- og jarðaberjabúst, pastabakka og ávaxtabakka í íþróttamiðstöðinni við Ásgarð. Áhersla verður á að hafa þessar vörur sem sýnilegastar og að gestir íþróttamiðstöðvar velji frekar hollari vörur.

 

Íþróttafulltrúi hefur jafnframt sent bréf til Stjörnunnar þar sem hann hvetur félagið til að gera hið sama við veitingasölu í tengslum við íþróttaviðburði í íþróttamiðstöðinni.

 

Umfjöllun um veitingasölu í íþróttamiðstöðvum á vef Lýðheilsustofnunar.