23. jan. 2014

Dansa um Norðurlöndin

Tveir nemendur í Sjálandsskóla, þær Kolbrún Björnsdóttir í 9.bekk og Bára Dís Böðvarsdóttir í 10.bekk, voru valdir úr stórum hópi umsækjenda til þátttöku í Nordisk ljus 2014, sem er samnorrænt verkefni fyrir ungt listafólk.
  • Séð yfir Garðabæ

Tveir nemendur í Sjálandsskóla, þær Kolbrún Björnsdóttir í 9. bekk og Bára Dís Böðvarsdóttir í 10. bekk, voru valdir úr stórum hópi umsækjenda til þátttöku í Nordisk ljus 2014, sem er samnorrænt verkefni fyrir ungt listafólk.

Hægt var að sækja um þáttöku í verkefnum á sviði myndmenntar, leiklistar, sirkuslista, tónlistar og dans og eru þær Kolbrún og Bára Dís báðar í hópnum sem mun vinna við danslistina í sumar.

Ferðast á milli Norðurlandanna

Danshópurinn kemur til með að ferðast á milli Norðurlandanna í sumar og taka þátt í vinnustofum þar sem hann kynnist ólíkum dansstefnum. Ferðalagið byrjar í Þórshöfn í Færeyjum og þaðan liggur leiðin til Kaupmannahafnar. Hópurinn mun einnig heimsækja Bergen í Noregi og endar svo ferðina í bænum Joensuu í Finnlandi þar sem allir hóparnir hittast og halda sameiginlega lokahátíð.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu verkefnisins.  

 Báru Dís og Kolbrúnu er óskað til hamingju með þetta spennandi verkefni sem býður þeirra í sumar.