9. mar. 2010

Tók þátt í góðverkadegi

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar tók á móti nemendum í Kvennaskólanum í Reykjavík sem fóru í hjólastólum frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur sl. þriðjudag
  • Séð yfir Garðabæ

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar tók á móti nemendum í Kvennaskólanum í Reykjavík sem fóru í hjólastólum frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur sl. þriðjudag í því skyni að safna áheitum fyrir MND-félagið á Íslandi. Gunnar hitti nemendurna við Ásgarð og hljóp með þeim smá spöl á leið þeirra í gegnum Garðabæ. Með hjólastólaakstrinum vildu nemendurnir einnig vekja athygli á lélegu aðgengi fólks í hjólastólum víða í samfélaginu.  

 

Átta nemendur tóku þátt í hjólastólaakstrinum. Tveir voru við hjólastólinn í einu á meðan hinir komu í bíl sem ók í humátt á eftir. Vegalengdin sem farin var er um 50 km.

 

Hjólastólaaksturinn var liður í góðverkadegi nemenda Kvennaskólans en á honum unnu nemendurnir með ákveðnum góðgerðarsamtökum við fjáröflun, kynningar- og sjálfboðastarf. 

 

Sjá frétt á vef Kvennaskólans.