5. mar. 2010

Sumarstörf hjá Garðabæ

Mánudaginn 8. mars verður opnað fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Garðabæ. Sú nýbreytni er viðhöfð í ár að einungis er hægt að sækja um störfin rafrænt en það er gert með því að fara inn á Minn Garðabæ og fylla út umsókn um sumarstörf.
  • Séð yfir Garðabæ
Mánudaginn 8. mars verður opnað fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Garðabæ. Sú nýbreytni er viðhöfð í ár að einungis er hægt að sækja um störfin rafrænt en það er gert með því að fara inn á Minn Garðabæ og fylla út umsókn um sumarstörf.

Á Mínum Garðabæ þurfa umsækjendur að sækja um lykilorð en það er gert með því að velja nýskráningu og þá er lykilorðið sent í heimabanka viðkomandi. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Garðabæjar og fá sent lykilorð í pósti eða koma á staðinn og fá lykilorðið afhent. Í þjónustuverinu eru tölvur og hægt er að fylla út umsóknir á staðnum.

Sumarstörfin skiptast í tvo hluta, reglubundin sumarstörf í garðyrkju, þjónustumiðstöð og flokkstjórastörf í vinnuskóla annars vegar og hins vegar svokallað atvinnuátak sem bæjarstjórn hefur samþykkt að setja í gang í til að sporna gegn atvinnuleysi ungra Garðbæinga. Í atvinnuátakinu er boðið upp á störf í stofnunum Garðabæjar, störf á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga og störf í skógræktarátaki á útivistarsvæðum Garðabæjar.

Umsóknarfrestur sumarstarfa er til 28. mars næstkomandi.