5. mar. 2010

Kynning á grunnskólum

Foreldrum barna sem hefja nám í fyrsta bekk í haust er boðið á kynningar í skólunum í Garðabæ í vikunni 8.-12. mars.
  • Séð yfir Garðabæ

Kynning á grunnskólum fyrir foreldra sex ára barna

Foreldrum barna sem hefja nám í fyrsta bekk í haust er boðið á kynningar í skólunum í Garðabæ í vikunni 8.-12. mars.

Foreldrar geta sótt kynningu í einum skóla eða fleirum eftir því sem þeir hafa áhuga á.

 

Flataskóli


Það verður opið hús í Flataskóla þriðjudag 9. mars 2010.
Stuttar kynningar verða í hátíðarsal sal kl 8:10 og kl. 16.30 þennan dag þriðjudag 9. mars. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Skrifstofa Flataskóla sími 565-8560
Veffang Flataskóla er: www.flataskoli.is   

Hofsstaðaskóli

 
Það verður opið hús í Hofsstaðaskóla miðvikudag 10. mars 2010.
Stuttar kynningar verða í hátíðarsal kl 8:15 og kl. 16.45 þennan dag miðvikudag 10. mars. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Skrifstofa Hofsstaðaskóla sími 565-7033
Veffang Hofsstaðaskóla er www.hofsstadaskoli.is  

Sjálandsskóli

Það verður opið hús í Sjálandsskóla fimmtudag 11. mars 2010.
Kynningarfundur verður kl.17:00 -18:00 þennan dag fimmtudag 11. mars. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Fyrir þá sem ekki geta mætt á ofangreindan kynningarfund er boðið upp á stutta móttöku og skoðunarferð kl 8:15 um morguninn.
Sími skrifstofu Sjálandsskóla er 590-3100.
Veffang Sjálandsskóla er www.sjalandsskoli.is  

Barnaskóli Hjallastefnunnar


Það verður opið hús í Barnaskóla Hjallastefnunnar föstudag 12. mars 2010.
Kynningarfundir verða kl. 9-10, kl. 12:30-13:30 og kl. 16-17. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Sími skrifstofu Barnaskóla Hjallastefnunnar er 555-7710.
Veffang Barnaskóla Hjallastefnunnar er www.hjalli.is/barnaskolinn/

Alþjóðaskólinn (International School of Iceland):


Það verður opið hús í Alþjóðaskólanum (International School of Iceand) fimmtudag 11. mars 2010.
Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að heimsækja skólann allan daginn.
Sími skrifstofu Alþjóðaskólans (International School of Iceland) er 590-3106.
Veffang Alþjóðaskólans (International School of Iceland) er www.internationalschool.is/