5. mar. 2010

Kynning á námi í 8. bekk

Nemendum sem hefja nám í 8. bekki i haust og foreldrum þeirra er boðið á kynningar í Garðaskóla og Sjálandsskóla á næstu vikum.
  • Séð yfir Garðabæ

Kynning á námi í 8.-10. bekk

Nemendum sem hefja nám í 8. bekki i haust og foreldrum þeirra er boðið á kynningar í Garðaskóla og Sjálandsskóla á næstu vikum.

Foreldrar og nemendur geta sótt kynningu í öðrum skólanum eða báðum eftir því sem þeim hentar.

Garðaskóli


Það verður opið hús í Garðaskóla miðvikudag 17. mars nk.
Stuttar móttökur verða í skólanum kl. 8:30, 10:30 og 11:30 miðvikudag 17. mars. Gestum er boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Kynningarfundur verður síðan kl. 17:30 þennan sama dag miðvikudag 17. mars í stofu 301/302 fyrir þá sem ekki komust fyrr um daginn.
Sími skrifstofu Garðaskóla er 590-2500
Veffang Garðaskóla www.gardaskoli.is  

Sjálandsskóli


Það verður opið hús í Sjálandsskóla fimmtudag 11. mars nk.
Kynningarfundur verður kl.18:00 -19:00 fimmtudag 11. mars. Að lokinni kynningu verður gestum boðið að skoða skólann í fylgd starfsmanna og nemenda.
Fyrir þá sem ekki geta mætt á ofangreindan kynningarfund er boðið upp á stutta móttöku og skoðunarferð kl 8:15 um morguninn.
Sími skrifstofu Sjálandsskóla er 590-3100.
Veffang Sjálandsskóla er http://www.sjalandsskoli.is