19. feb. 2010

Vefur Garðabæjar kemur vel út

Vefur Garðabæjar kemur vel út í úttekt á opinberum vefjum sem gerð var á árinu 2009. Forsætisráðuneytið stóð fyrir úttektínni sem náði til vefja hátt í þrjú hundruð stofnana ríkis og sveitarfélaga.
  • Séð yfir Garðabæ

Vefur Garðabæjar kemur vel út í úttekt á opinberum vefjum sem gerð var á árinu 2009. Forsætisráðuneytið stóð fyrir úttektínni sem náði til vefja hátt í þrjú hundruð stofnana ríkis og sveitarfélaga. Fyrirtækið Sjá ehf. framkvæmdi úttektina og er þetta í þriðja sinn sem slík úttekt er gerð.

 

Í úttektinni eru  ýmis atriði metin og vefjunum gefin einkunn fyrir hvert þeirra. Helstu flokkarnir sem metnir eru, eru innihald, nytsemi, þjónusta og aðgengi en þá er átt við hversu aðgengilegir þeir eru öllum notendum, þar með töldum fötluðum notendum.

 

Þegar vefir sveitarfélaga eru skoðaðir sérstaklega er vefur Garðabæjar í öðru sæti af þeim 71 vef sem skoðaður var. Vefur Garðabæjar er i 11.-13. sæti þegar allir vefirnir eru skoðaðir og deilir þeim sætum með fjármála- og forsætisráðuneytinu.

 

Niðurstöður könnunarinnar eru aðgengilegar á UT-vefnum, www.ut.is. Þar er hægt að skoða niðurstöður í fyrir einstaka vefi og fyrir hvern þátt sem metinn er. Þar er einnig hægt að skoða samanburð við niðurstöður fyrri úttekta og við aðra vefi. Á UT-vefnum segir um könnunina:

 

"Markmiðið með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði, fylgjast með þróun og breytingum á vefjum opinberra aðila, meta gæði þeirra en einnig að auka vitund forsvarsmanna opinberra stofnana og sveitarfélaga um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu."

 

Gaman er að geta þess að gardabaer.is hefur tekið miklum framförum hvað varðar aðgengi fyrir fatlaða notendur en þar kreppti skóinn helst að, í síðustu úttekt sem var gerð árið 2007.


Töflurnar hér fyrir neðan eru fengnar af UT-vefnum.

 

Meðaltal allra liða - sveitarfélög.

Meðaltal allra liða - allir vefir.