11. feb. 2010

Safnanótt í Garðabæ

Föstudagskvöldið 12. febrúar verður opið hús í Bókasafni Garðabæjar. Ragnheiður Gröndal flytur íslensk vögguljóð og boðið verður upp á fróðleik um landnámsmenn í Garðabæ. Einnig verður boðið upp á leiðsögn í minjagarðinum að Hofsstöðum.
  • Séð yfir Garðabæ

Á föstudagskvöldinu 12. febrúar verður haldin Safnanótt á höfuðborgarsvæðinu.  Safnanótt hefur áður verið haldin í Reykjavík en að þessu sinni taka fjölmörg söfn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þátt. Yfir 30 söfn verða með opið hús og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem gestir á öllum aldri fá notið fram til miðnættis.

 

Dagskrá í Garðabæ

 

Í Garðabæ verður opið hús í Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg kl. 19:00 - 24:00.  Einnig geta gestir og gangandi skoðað minjagarðinn Hofsstaði við Kirkjulund.

Bókasafn Garðabæjar:
Kl. 20 Landnámsmenn í Garðabæ - fróðleikur

Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur fræðir gesti um landnámsmenn í Garðabæ

 

Hofsstaðir:
Kl. 20.45 Leiðsögn um minjagarðinn á Hofsstöðum
Gengið verður upp að Hofsstöðum (3 mín gangur) pg minjagarðurinn skoðaður undir leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur.  Einnig er hægt að mæta beint í leiðsögn við garðinn kl. 20.45. Minjagarðurinn er við hliðina á Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund.

 

Kl. 21:00 Kaffiveitingar í bókasafninu

Bókasafn Garðabæjar:
Kl. 21.30 - 22:00 Náttsöngvar

Ragnheiður Gröndal söngkona flytur nokkur íslensk vögguljóð við gítarundirleik Guðmundar Péturssonar.

 

Allir eru velkomnir í Bókasafnið og í minjagarðinn þetta kvöld.  Aðgangur er ókeypis.

 

Safnanæturstrætó


Sérstakur safnanæturstrætó gengur á milli safnanna og auðveldar gestum að heimsækja fjölmörg söfn á einu kvöldi.  Safnastrætóinn stoppar m.a. við Garðatorg - sjá nánari upplýsingar hér.


Nóttin gæti svo endað á Lange Nacht der Museen  í Berlín því einn heppinn þátttakandi í safnanæturleik hlýtur ferð með Iceland Express fyrir tvo á Safnanótt í Berlín í ágústlok.

Sjá fleiri viðburði á www.safnanott.is