3. feb. 2010

Nágrannavarsla í Sjálandi

Fyrsti fundur ársins um nágrannavörslu var með íbúum á Sjálandi.
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrsti fundur ársins um nágrannavörslu var með íbúum á Sjálandi, fimmtudaginn 28. janúar sl.

Öflugasta forvörnin

Stefnt er að því að á vormánuðum hafi verið fundað um nágrannavörslu með íbúum í öllum hverfum bæjarins. Með nágrannavörslu ákveða nágrannar að taka höndum saman um að efla öryggi í sínu nánasta umhverfi hvað varðar innbrot, þjófnaði og skemmdarverk. Það er mat lögreglunnar að nágrannavarsla sé öflugasta forvörn sem hægt er að grípa til í því skyni.

Nágrannavarsla í Garðabæ er samstarfsverkefni Garðabæjar og lögreglu höfuðborgarsvæðisins og á fundunum sem íbúar eru boðaðir til fara fulltrúar þessara tveggja aðila yfir það hvernig nágrannavörslu er komið á. 

Næsti fundur 

Boðað verður til fundar með íbúum í Bæjargili og Hnoðraholti um miðjan þennan mánuð.

Hægt er að lesa um nágrannavörsluna á vef Garðabæjar.