21. jan. 2010

Ef mér finnst það fyndið...

Jón Gnarr fræddi starfsmenn Garðabæjar og skemmti þeim um leið með erindi um húmor sem hann hélt í Flataskóla 20. janúar sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Jón Gnarr fræddi starfsmenn Garðabæjar og skemmti þeim um leið með erindi sem hann hélt í Flataskóla 20. janúar sl. Erindi Jóns hét, Ef mér finnst það fyndið... fyrirlestur um húmor.

 

Í fyrirlestrinum fjallaði Jón á sinn einstaka hátt um húmor og það flókna fyrirbæri að segja góðan brandara. Jón ræddi um hvernig húmor getur hjálpað fólki til að takast á við erfiðleika og áminnti skólafólk og aðra sem umgangast börn á að rækta beri góða kímnigáfu líkt og aðrar gáfur sem börnum eru gefnar.

 

Jón fjallaði einnig um ólíkar tegundir húmors og um það hvernig húmor tengist því sem fólk þekkir úr sínu lífi. Óhætt er að segja að starfsfólk Garðabæjar kunni vel að meta erindi Jóns og var mikið hlegið á meðan á því stóð.

Starfsmannafélag Garðabæjar bauð starfsfólki upp á erindið.

 

 

Jón Gnarr flutti starfsmönnum Garðabæjar erindi um húmor 20. jan. 2010

Jón Gnarr í Flataskóla.

Starfsmenn hlusta á erindi Jóns Gnarr um húmor 20. jan. 2010

Starfsfólk Garðabæjar kunni vel að meta erindi Jóns

Starfsmenn hlusta á erindi Jóns Gnarr um húmor 20. jan. 2010