5. jan. 2010

Jólatrén hirt um helgina

Hjálparsveit skáta sér um að hirða jólatrén í Garðabæ í ár eins og verið hefur. Meðlimir sveitarinnar verða á ferðinni frá 7. janúar og fram yfir næstu helgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Hjálparsveit skáta í Garðabæ sér um að hirða jólatrén frá íbúum Garðabæjar í ár eins og verið hefur. Meðlimir sveitarinnar verða á ferðinni frá fimmtudeginum 7. janúar og fram yfir næstu helgi.

 

Þeir sem vilja nýta sér þjónustu Hjálparsveitarinnar eru beðnir um að setja jólatréð á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá því að sem minnstar líkur séu á að það fjúki. Fjúkandi jólatré geta valdið skemmdum.