4. jan. 2010

Fengu styrki úr Sprotasjóði

Fulltrúar allra skólastiga í Garðabæ þ.e. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Sjálandsskóli og leikskólarnir í Garðabæ, fengu úthlutað styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2009-2010.
  • Séð yfir Garðabæ

Fulltrúar allra skólastiga í Garðabæ þ.e. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Sjálandsskóli og leikskólarnir í Garðabæ, fengu úthlutað styrkjum úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2009-2010. Tilkynnt var um úthlutun úr sjóðnum 22. desember sl. 

Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik-, grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga.

 

Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:

  • Sveigjanleiki og fjölbreytni í námi og kennsluháttum
  • Lestrarkennsla og læsi í víðum skilningi.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ fékk styrk að fjárhæð 1.700.000 kr. vegna Hönnunar- og markaðsbrautar við skólann.

Sjálandsskóli fékk styrk að upphæð 400.000 kr. vegna þemakennslu á unglingastigi og Skólaskrifstofa Garðabæjar fékk styrk að upphæð 800.000 króna vegna verkefnisins Lesmál - sögu og samverustundir í leikskólum Garðabæjar.

 

Alls voru veittir styrkir til 44 verkefna að upphæð tæplega 44 milljónir króna en samtals voru umsóknir 143.


Fimm manna stjórn metur umsóknir og gerir tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti.

 

Frétt um úthlutunin á vef menntamálaráðuneytisins.