2. des. 2009

Tré frá íbúum fegra bæinn

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar vinna þessa dagana að því að undirbúa jólin í Garðabæ. Í mörg horn er að líta í því sambandi.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar vinna þessa dagana að því að undirbúa jólin í Garðabæ. Í mörg horn er að líta í því sambandi.  

Eitt af því sem gera þarf er að setja upp og skreyta jólatré víða um bæinn. Eins og oft áður fékk bærinn  grenitré gefins úr görðum nokkurra íbúa, til að fegra bæinn með. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar segir að um sé að ræða tré sem séu orðin stór og helst til fyrirferðarmikil í görðunum en stórfín á opin svæði bæjarins.

Í ár fengust fimm tré frá íbúum sem sjást á myndunum sem hér fylgja.

 

"Við þökkum íbúum kærlega fyrir þessi fallegu tré sem geta með þessu móti glatt alla sem búa og starfa í Garðabæ. Um leið hvetjum við aðra lóðareigendur að gefa sig fram við Þjónustumiðstöð eða garðyrkju fyrir næstu jól ef þeir vilja gefa tré til skreytinga. Við komum og skoðum trén og ef þau eru nýtanleg þá eru þau tekin íbúum að kostnaðarlausu," segir Sigurður.

 

Jólatré frá Lækjarfit 13 sem er nú á Hnoðraholti við Reykjanesbraut

Tré frá Lækjarfit 13 (bæjarlóð) fór á Hnoðraholtið niður við Reykjanesbraut. 

Tré af lóð Furulundar 10 fór á Hleinar við Hrafnistu

Tré af lóð Furulundar 10 fór út á Hleinar við Hrafnistu.

Tréf frá Hörgatúni 21 (Bjarkarlundur) fékk stað við Ásabraut ofan Sjálands.

Tréf frá Móaflöt 37 fór á Arnarnesið.